Við sjáum um þetta
Vantar ykkur aðstoð við að svara tölvupóstum, netspjalli eða síma á álagstímum? Ég býð íslenskum fyrirtækjum upp á reyndan þjónustufulltrúa sem vinnur fjarvinnu frá Ítalíu.Með því að nýta tímamismun og lægri framfærslukostnað fæ ég tækifæri til að bjóða betra verð en gengur og gerist á Íslandi, án þess að slá af kröfum um íslenskukunnáttu og fagmennsku. Engin launatengd gjöld, bara einfaldur reikningur.
Það getur verið dýrt og flókið að ráða starfsmann í fullt starf til að sinna toppum í álagi. Með Einföldun færð þú þjónustu verktaka sem talar tungumálið, þekkir menninguna en kostar fyrirtækið brot af því sem hefðbundin ráðning kostar.Ég vinn sjálfstætt, nota minn eigin búnað og er tilbúinn að byrja strax. Hvort sem það eru 5 tímar eða 40 tímar á mánuði.
Tæming innhólfsins: Ég svara póstum áður en skrifstofan opnar heima (vegna tímamismunar).
Netspjall og "Live Chat": Hröð svörun fyrir viðskiptavini á vefsíðunni ykkar.
Bókanir og breytingar: Sérhæfð aðstoð fyrir bílaleigur og ferðaþjónustu.
Sveigjanleg bakvinnsla: Aðstoð við reikningagerð, skráningar og önnur tilfallandi verkefni.
Verðskrá
Enginn VSK: Þar sem þjónustan er seld frá Ítalíu til Íslands eru reikningar gefnir út án virðisaukaskatts (0% VSK). Þið þurfið því ekki að leggja út 24% ofan á verðið.
Pakki A (Lítill) – 20 tímar 100.000 kr. / mán. (5000 kr. á tímann) Hentar fyrir: Að hreinsa tölvupóstinn á morgnana eða sinna litlum tilfallandi verkefnum.
Pakki B (Miðlungs) – 40 tímar 190.000 kr. / mán. (4.750 kr. á tímann) Hentar fyrir: Að sjá alfarið um netspjall (chat) á vefsíðu eða svara öllum almennum fyrirspurnum daglega.
Pakki C (Stór) – 80 tímar 360.000 kr. / mán. (4.500 kr. á tímann) Hentar fyrir: Stærri fyrirtæki, t.d. bílaleigur í vexti sem þurfa öflugan liðsstyrk í hálft starf.
Reynsla sem skilar árangri
Ég hef áralanga reynslu af þjónustustörfum og þekki kröfurnar sem gerðar eru til fyrirtækja í ferðaþjónustu og sölu. Mín nálgun byggir á skjótum svörum og lausnamiðuðum samskiptum.Ég er tæknisinnaður og fljótur að tileinka mér ný hugbúnaðarkerfi. Ég hef vald á eða er fljótur að læra á algeng kerfi eins og:
Samskipti: Zendesk, Intercom, Outlook.
Bókanir: Caren, Travelshift eða sambærileg kerfi.
Þú færð starfsmann sem þarf lágmarks utanumhald og skilar verkinu frá fyrsta degi.